Innlent

Drukkinn öku­maður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað við fráreinina inn á Bústaðarveg.
Áreksturinn átti sér stað við fráreinina inn á Bústaðarveg. Vísir/Vilhelm

Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús.

Hörður Lilliendahl umferðarlögreglumaður var á vettvangi slyssins þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann sagði drukkinn ökumann hafa þrumað aftan á bíl á fráreininni á Bústaðaveg. Sá bíll hafi svo kastast aftan á bílinn fyrir framan. Þá reyndi ökumaður að stinga af, fer yfir á öfugan vegarhelming og lendir í veg fyrir annan bíl sem átti leið í hina áttina.

Í kjölfarið á þessu reyndi ökumaðurinn og farþegi að stinga af og hlupu á brott en lögregla hafði upp á þeim og handtók báða.

Sjúkrabíll var ekki kallaður á vettvang en miklar umferðartafir hlutust af öllum atganginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×