Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2025 18:41 Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist greiða leið. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. Í tilkynningunni er að finna ýmis ráð fyrir íbúa og fólk til dæmis hvatt til þess að hafa samband við dælubíl ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum auk þess sem það er minnt á mikilvægi þess að halda niðurföllum hreinum og fjarlægja laufblöð til dæmis frá þeim sem geti hindrað för vatnsins. Í tilkynningunni segir að fráveitukerfi Veitna sé tvískipt. Hluti þess sé með tvöfalt kerfi sem þoli úrkomu ágætlega, en hinn hlutinn sé ekki eins vel búinn til að taka á móti svo miklu vatni í einu. Þar get skapast hætta á að vatn flæði upp úr niðurföllum þegar lagnir fyllast tímabundið af regnvatni. Víða geta myndast vatnselgir í mikilli úrkomu. Vísir/Vilhelm „Ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að hafa í huga að það stafar af yfirfullu kerfi og hafa þarf samband við dælubíl. Mikilvægt er að setja ekki vatn í niðurföllin við slíkar aðstæður, heldur beina því t.d. út í garð ef kostur er. Annars er hætta á að vatnið komi einfaldlega aftur upp úr niðurföllunum. Á þessum árstíma, þegar laufblöðin eru byrjuð að fjúka og safnast fyrir í niðurföllum, skiptir miklu máli að hreinsa þau reglulega. Lauf og annað rusl geta hindrað vatnsflæði og valdið því að vatn safnist fyrir á götum. Með því að halda niðurföllum hreinum gefum við vatninu greiðari leið niður í fráveituna og drögum úr líkum á flóðvatni á yfirborði. Athugið þó að öryggi fólks á alltaf að vera í fyrirrúmi og enginn á að leggja sig í hættu í veðurofsa,“ segir í tilkynningunni. Hér að neðan má svo finna leiðbeiningar við ólíkum aðstæðum sem geta komið upp þegar álag á fráveituna eykst: Ef það flæðir inn til þín Hringdu á dælubíl eða stífluþjónust Hafðu samband við tryggingarfélagið þitt Skoðaðu niðurföll og reyndu að greina hvar vatnið er að koma inn. Útiniðurföll: Við óvenjumikla úrkomu er algengt að útiniðurföll flæði yfir. Þá geta íbúar lítið gert annað en að reyna að lágmarka tjón. Mælt er með að loka hurðum og þétta veikburða svæði eins og unnt er til að hindra vatnsinntak. Ef niðurföll utandyra eru stífluð er æskilegt að reyna að hreinsa þau þegar það er öruggt og veður leyfir. Mundu að öryggi fólks skal alltaf hafa forgang. Inni niðurföll: Ef vatn kemur upp um niðurföll inni er mögulegt að dæla því annað. Ekki dæla vatni í baðkar eða niðurföll utandyra, þar sem þau eru yfirleitt tengd sama kerfi og vatnið myndi þá einfaldlega koma aftur inn. Betra er að reyna að dæla vatninu út í garð eða annað svæði utandyra. Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér: Athugaðu hvort hún sé í gangi. Hreinsaðu dæluna og dælubrunninn ef þarf. Hafðu samband við pípara ef þú þarft aðstoð Neyðarlúgur gætu opnast vegna mikillar úrkomu Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast. Veður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira
Í tilkynningunni er að finna ýmis ráð fyrir íbúa og fólk til dæmis hvatt til þess að hafa samband við dælubíl ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum auk þess sem það er minnt á mikilvægi þess að halda niðurföllum hreinum og fjarlægja laufblöð til dæmis frá þeim sem geti hindrað för vatnsins. Í tilkynningunni segir að fráveitukerfi Veitna sé tvískipt. Hluti þess sé með tvöfalt kerfi sem þoli úrkomu ágætlega, en hinn hlutinn sé ekki eins vel búinn til að taka á móti svo miklu vatni í einu. Þar get skapast hætta á að vatn flæði upp úr niðurföllum þegar lagnir fyllast tímabundið af regnvatni. Víða geta myndast vatnselgir í mikilli úrkomu. Vísir/Vilhelm „Ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að hafa í huga að það stafar af yfirfullu kerfi og hafa þarf samband við dælubíl. Mikilvægt er að setja ekki vatn í niðurföllin við slíkar aðstæður, heldur beina því t.d. út í garð ef kostur er. Annars er hætta á að vatnið komi einfaldlega aftur upp úr niðurföllunum. Á þessum árstíma, þegar laufblöðin eru byrjuð að fjúka og safnast fyrir í niðurföllum, skiptir miklu máli að hreinsa þau reglulega. Lauf og annað rusl geta hindrað vatnsflæði og valdið því að vatn safnist fyrir á götum. Með því að halda niðurföllum hreinum gefum við vatninu greiðari leið niður í fráveituna og drögum úr líkum á flóðvatni á yfirborði. Athugið þó að öryggi fólks á alltaf að vera í fyrirrúmi og enginn á að leggja sig í hættu í veðurofsa,“ segir í tilkynningunni. Hér að neðan má svo finna leiðbeiningar við ólíkum aðstæðum sem geta komið upp þegar álag á fráveituna eykst: Ef það flæðir inn til þín Hringdu á dælubíl eða stífluþjónust Hafðu samband við tryggingarfélagið þitt Skoðaðu niðurföll og reyndu að greina hvar vatnið er að koma inn. Útiniðurföll: Við óvenjumikla úrkomu er algengt að útiniðurföll flæði yfir. Þá geta íbúar lítið gert annað en að reyna að lágmarka tjón. Mælt er með að loka hurðum og þétta veikburða svæði eins og unnt er til að hindra vatnsinntak. Ef niðurföll utandyra eru stífluð er æskilegt að reyna að hreinsa þau þegar það er öruggt og veður leyfir. Mundu að öryggi fólks skal alltaf hafa forgang. Inni niðurföll: Ef vatn kemur upp um niðurföll inni er mögulegt að dæla því annað. Ekki dæla vatni í baðkar eða niðurföll utandyra, þar sem þau eru yfirleitt tengd sama kerfi og vatnið myndi þá einfaldlega koma aftur inn. Betra er að reyna að dæla vatninu út í garð eða annað svæði utandyra. Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér: Athugaðu hvort hún sé í gangi. Hreinsaðu dæluna og dælubrunninn ef þarf. Hafðu samband við pípara ef þú þarft aðstoð Neyðarlúgur gætu opnast vegna mikillar úrkomu Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.
Veður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira