Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir myndlistarmanninum Ella Egilssyni. Samsett Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. „Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“ Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“
Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira