Dramatík í uppbótartímanum

Siggeir Ævarsson skrifar
Gabriel fagnar sigurmarkinu
Gabriel fagnar sigurmarkinu Vísir/Getty

Newcastle United og Arsenal mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag í fjörugum leik þar sem Arsenal stal sigrinum í uppbótartíma.

Mörkin létu þó aðeins á sér standa en heimamenn vörðust vel eftir að Nick Woltemade hafði komið þeim yfir með skallamarki á 34. mínútu. Gestirnir héldu að þeir hefðu fengið vítaspyrnu fyrr í hálfleiknum en hún var tekin til baka eftir skoðun í VAR.

Allt leit út fyrir að Newcastle myndi hanga á forskotinu allt til loka en á 84. mínútu skallaði Merino boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Rice.

Newcastle-menn vildu svo fá vítaspyrnu skömmu síðar þegar boltinn fór í hönd varnarmanns í teignum. Ekkert var dæmt en í staðinn kom sigurmark á 96. mínútu þegar Gabriel kláraði leikinn.

Magnaður endurkomusigur hjá Arsenal sem heldur í skottið á Liverpool en Newcastle aðeins með einn sigur í fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira