„Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2025 22:49 Sigursteinn Arndal er með FH-liðið á sigurbraut. Visir/Anton Brink FH hefur haft betur í tveimur leikjum í röð í Olís-deild karla í handbolta og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku liðsins í sigri gegn ÍBV í Kaplakrika í kvöld. „Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn. Olís-deild karla FH Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
„Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn.
Olís-deild karla FH Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira