Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:03 Sally Rooney skrifaði bækurnar Eins og fólk er flest og Millileikur. Getty Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim. Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim.
Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira