Innlent

Farið yfir Vítis­englamálið og dróna­varnir á Ís­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Við ræðum við dósent í tölvunarfræði sem nefnir fjögur dæmi þar sem notkun gervigreindar hefur átt þátt í sjálfsvígi. Gervigreindin endi oft á villigötum í lengri samtölum og ekki hægt að hafa fulla stjórn á henni.

Forsætisráðherra Bretlands segir breska fánann aldrei mega nota sem tákn ofbeldis, ótta og sundrunar. Þessi orð lét ráðherrann falla í kjölfar þess að hundrað og fimmtíu þúsund manns mótmæltu innflytjendastefnu stjórnvalda á götum Lundúnar í gær.

Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld ættu að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku.

Sundlaugargestir laugarinnar í Reykholti í Biskupstungum munu ekki geta stungið sér þar til sunds í heilt ár því taka á laugina og allt svæðið í gegn en kostnaðurinn nemur átta hundruð milljónum króna.

Um helgina stóð Kattaræktarfélag Íslands fyrir sérstakri kynningardagskrá í Garðheimum í Breiðholti, þar sem gestir gátu kynnt sér fjölbreyttar kattategundir – hver annarri ólíkari, meðal annars ketti með enga rófu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×