Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2025 07:51 Sæðisbankinn segir gallann ekki hefðu uppgötvast við skimun. Sæði úr gjafa sem er með genagalla sem eykur verulega líkurnar á krabbameinum var notað til að geta 197 börn. Sæðið var selt af European Sperm Bank í Danmörku, meðal annars til Íslands. BBC greindi frá en RÚV tók þátt í rannsókn Evrópskra sjónvarpsstöðva á málinu og fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld. Samkvæmt RÚV fékk maðurinn dulnefnið „Kjeld“ í skrá sæðisbankans og var gjafi númer 7069. Ónefndur fjöldi barna sem getinn var með sæðinu hefur þegar greinst með krabbamein, sum tvö, og einhver hafa látist. Gjafinn gaf sæði þegar hann var námsmaður, frá árinu 2005. Það hefur síðan verið notað í um sautján ár. Viðkomandi og fjölskylda hans eru heilsuhraust en hann ber erfðabreytingu sem veldur skemmdum á geninu TP53, sem gegnir lykilhlutverki í því að koma í veg fyrir krabbamein. Flestar frumur gjafans innihalda ekki hið skemmda TP53 en um 20 prósent sæðisfruma hans gerir það. Þau börn sem getin eru með sáðfrumu með hið skemmda gen, bera genið í öllum frumum líkamans. Þetta veldur svokölluðu Li Fraumeni heilkenni og þýðir að um 90 prósent líkur eru á því að viðkomandi fái krabbamein, þá einna helst krabbamein á barnsaldri eða brjóstakrabbamein á fullorðinsaldri. Einstaklingar með Li Fraumeni þurfa að gangast undir myndrannsóknir á hverju ári og margar konur kjósa að láta fjarlægja brjóstin. Samkvæmt sæðisbankanum í Danmörku hefði gallinn ekki fundist með erfðaskimun. Að minnsta kosti tíu börn greinst með krabbamein Ekki hafa fengist upplýsingar frá öllum löndum en að minnsta kosti 197 börn voru getin með sæði mannsins. Af 67 börnum sem vitað er að hafa verið rannsökuð fannst hið skemmda TP53 hjá 23 börnum. Tíu hafa þegar greinst með krabbamein. Að sögn Edwige Kasper, sérfræðingi við Rouen University Hospital í Frakklandi, hafa sum barnanna greinst með tvö krabbamein og einhver þegar dáið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var sæði „Kjeld“ meðal annars selt til Íslands, til frjósemisstofu sem var starfrækt á Íslandi. Leiða má líkur að því að um sé að ræða Art Medica, sem var rekin af Guðmundi Arasyni og Þórði Óskarssyni. Snorri Einarsson, sem nú fer fyrir Livio, hóf störf hjá Art Medica áður en fyrirtækið var síðar selt til IVF Sverige og varð IVF Reykjavík. IVF Reykjavík varð síðar Livio. Snorri vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað nú í morgun og sagðist ekki myndu tjá sig um málið fyrr en eftir Kastljós í kvöld. Danmörk Frjósemi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
BBC greindi frá en RÚV tók þátt í rannsókn Evrópskra sjónvarpsstöðva á málinu og fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld. Samkvæmt RÚV fékk maðurinn dulnefnið „Kjeld“ í skrá sæðisbankans og var gjafi númer 7069. Ónefndur fjöldi barna sem getinn var með sæðinu hefur þegar greinst með krabbamein, sum tvö, og einhver hafa látist. Gjafinn gaf sæði þegar hann var námsmaður, frá árinu 2005. Það hefur síðan verið notað í um sautján ár. Viðkomandi og fjölskylda hans eru heilsuhraust en hann ber erfðabreytingu sem veldur skemmdum á geninu TP53, sem gegnir lykilhlutverki í því að koma í veg fyrir krabbamein. Flestar frumur gjafans innihalda ekki hið skemmda TP53 en um 20 prósent sæðisfruma hans gerir það. Þau börn sem getin eru með sáðfrumu með hið skemmda gen, bera genið í öllum frumum líkamans. Þetta veldur svokölluðu Li Fraumeni heilkenni og þýðir að um 90 prósent líkur eru á því að viðkomandi fái krabbamein, þá einna helst krabbamein á barnsaldri eða brjóstakrabbamein á fullorðinsaldri. Einstaklingar með Li Fraumeni þurfa að gangast undir myndrannsóknir á hverju ári og margar konur kjósa að láta fjarlægja brjóstin. Samkvæmt sæðisbankanum í Danmörku hefði gallinn ekki fundist með erfðaskimun. Að minnsta kosti tíu börn greinst með krabbamein Ekki hafa fengist upplýsingar frá öllum löndum en að minnsta kosti 197 börn voru getin með sæði mannsins. Af 67 börnum sem vitað er að hafa verið rannsökuð fannst hið skemmda TP53 hjá 23 börnum. Tíu hafa þegar greinst með krabbamein. Að sögn Edwige Kasper, sérfræðingi við Rouen University Hospital í Frakklandi, hafa sum barnanna greinst með tvö krabbamein og einhver þegar dáið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var sæði „Kjeld“ meðal annars selt til Íslands, til frjósemisstofu sem var starfrækt á Íslandi. Leiða má líkur að því að um sé að ræða Art Medica, sem var rekin af Guðmundi Arasyni og Þórði Óskarssyni. Snorri Einarsson, sem nú fer fyrir Livio, hóf störf hjá Art Medica áður en fyrirtækið var síðar selt til IVF Sverige og varð IVF Reykjavík. IVF Reykjavík varð síðar Livio. Snorri vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað nú í morgun og sagðist ekki myndu tjá sig um málið fyrr en eftir Kastljós í kvöld.
Danmörk Frjósemi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira