Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 21:17 Guardiola ræðir við Donnarumma í janúar á þessu ári. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Það var ekki fyrr en löngu eftir að félagaskiptaglugganum var formlega lokað sem fréttir bárust að skipti þeirra Ederson og Gianluigi Donnarumma hefðu farið í gegn. Segja má að um sé að ræða markvarðaskipti sem marki þáttaskil í ferli Pep Guardiola, þjálfara Manhester City. Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira