Fótbolti

Lazio í stuði og ó­vænt tap Inter

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lazio vann öruggan sigur í kvöld.
Lazio vann öruggan sigur í kvöld. Paolo Bruno/Getty Images

Lazio vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma mátti Inter þola óvænt tap gegn Udinese.

Heimamenn í Lazio byrjuðu af miklum krafti gegn Hellas Verona í kvöld og Matteo Guendouzi kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu. Sjö mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0 eftir að Mattia Zaccagni kom boltanum í netið.

Það var svo Argentínumaðurinn Valentin Castellanos sem bætti þriðja markinu við stuttu fyrir hálfleik. Boulaye Dia skoraði svo fjórða mark liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Niðurstaðan því 4-0 sigur Lazio sem er nú með þrjú stig eftir tvær umferði í ítölsku deildinni, en Hellas Verona er aðeins með eitt stig.

Á sama tíma mátti Inter þola óvænt 1-2 tap gegn Udinese þar sem Keinan Davis og Arthur Atta sáu um markaskorun gestanna eftir að Denzel Dumfries hafði komið Inter yfir á 17. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×