Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 09:33 Casemiro fagnar Bruno Fernandes með því að hoppa upp í fangið á honum. Getty/Jan Kruger Manchester United vann fyrsta leik tímabilsins í gær þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes í uppbótatíma leiksins. Liðið hafði tapað fyrir Arsenal, gert jafntefli við Fulham og tapað í vítakeppni fyrir D-deildarliði Grimsby Town í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Það efast enginn um að leikmenn United þurftu mikið á sigri að halda. Það var um leið krafa um miklu meira sannfærandi sigur á nýliðum Burnley á Old Trafford. Í lokin leit hreinlega út fyrir að liðið væri að tapa tveimur stigum en þá komu myndbandsdómararnir til bjargar. Víti var dæmt, Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði sigurmarkið. Það skipti leikmennina auðvitað miklu máli að losna aðeins undan pressunni sem var búin að byggjast upp á þeim og knattspyrnustjóranum Ruben Amoirm. Sigur í gær var vissulega lífsnauðsynlegur fyrir alla á Old Trafford. Paul Merson, fyrrum Arsenal og knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, gat samt ekki leynt hneykslun sinni á leikmönnum United í lok leiksins. Eftir sigurmark Bruno Fernandes þá voru leikmenn liðsins að reyna að eyða síðustu sekúndum leiksins. Sky Sports sýndi frá því þegar liðið vann markspyrnu í blálokin og síðasta von Burnley um jöfnunarmark rann út í sandinn. „Þeir eru að fagna þarna eins og þeir séu að vinna heimsmeistaramótið. Þeir voru bara að fá markspyrnu,“ sagði Paul Merson. „Þetta er ótrúlegt að sjá,“ sagði Merson. „Þeir voru að vinna Burnley 3-2. Dalot og Fernandes. Ég hef ekki séð menn missa sig svona þótt að þeir hafi verið að tryggja sér heimsmeistaratitilinn,“ sagði Merson. „Horfið á þetta og þarna er Fernandes að stríða Burnley manninum. Samt sem áður þeir voru bara að vinna nýliðana 3-2,“ sagði Merson. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Liðið hafði tapað fyrir Arsenal, gert jafntefli við Fulham og tapað í vítakeppni fyrir D-deildarliði Grimsby Town í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Það efast enginn um að leikmenn United þurftu mikið á sigri að halda. Það var um leið krafa um miklu meira sannfærandi sigur á nýliðum Burnley á Old Trafford. Í lokin leit hreinlega út fyrir að liðið væri að tapa tveimur stigum en þá komu myndbandsdómararnir til bjargar. Víti var dæmt, Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði sigurmarkið. Það skipti leikmennina auðvitað miklu máli að losna aðeins undan pressunni sem var búin að byggjast upp á þeim og knattspyrnustjóranum Ruben Amoirm. Sigur í gær var vissulega lífsnauðsynlegur fyrir alla á Old Trafford. Paul Merson, fyrrum Arsenal og knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, gat samt ekki leynt hneykslun sinni á leikmönnum United í lok leiksins. Eftir sigurmark Bruno Fernandes þá voru leikmenn liðsins að reyna að eyða síðustu sekúndum leiksins. Sky Sports sýndi frá því þegar liðið vann markspyrnu í blálokin og síðasta von Burnley um jöfnunarmark rann út í sandinn. „Þeir eru að fagna þarna eins og þeir séu að vinna heimsmeistaramótið. Þeir voru bara að fá markspyrnu,“ sagði Paul Merson. „Þetta er ótrúlegt að sjá,“ sagði Merson. „Þeir voru að vinna Burnley 3-2. Dalot og Fernandes. Ég hef ekki séð menn missa sig svona þótt að þeir hafi verið að tryggja sér heimsmeistaratitilinn,“ sagði Merson. „Horfið á þetta og þarna er Fernandes að stríða Burnley manninum. Samt sem áður þeir voru bara að vinna nýliðana 3-2,“ sagði Merson. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira