Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2025 20:40 Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi fyrr í sumar. Snorri Snorrason Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur: Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur:
Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00