Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 19:02 Adrien Rabiot er þekktari enda franskur landsliðsmaður sem hefur spilað fyirr PSG og Juventus á síðustu árum. EPA/DANIEL DAL ZENNARO Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Marseille, tók mjög hart á hegðun tveggja leikmanna sinna. Báðum var vísað á dyr hjá félaginu. De Zerbi hefur nefnilega tilkynnt leikmönnunum að þeir spili ekki aftur fyrir félagið undir hans stjórn. Leikmennirnir eru Adrien Rabiot og Jonathan Rowe. Þeir fóru að slást eftir að liðið tapaði á móti Rennes í fyrstu umferð frönsku deildarinnar. 🚨⚠️ OFFICIAL: Olympique Marseille confirm Adrien Rabiot and Jonathan Rowe are available for sale.Their chapter at OM is considered over. pic.twitter.com/RHpzf45TYg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2025 Marseille staðfesti í dag að leikmennirnir séu komnir á sölulista og hafa nú til 1. september til að finna sér nýtt félag. „Þessi ákvörðun var tekin af því að þetta var algjörlega óásættanleg hegðun í búningsklefanum eftir leikinn á móti Stade Rennais FC. Allir í teyminu voru sammála um þetta og við erum með þessu að fylgja siðareglum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Rabiot og Rowe var tilkynnt þetta á mánudaginn. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið. 🚨Officiel : L’Olympique de Marseille annonce qu’Adrien Rabiot et Jonathan Rowe ont été placéssur la liste des transferts par le club. pic.twitter.com/LTqDTzMwdL— Fabrice Hawkins (@FabriceHawkins) August 19, 2025 Franski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
De Zerbi hefur nefnilega tilkynnt leikmönnunum að þeir spili ekki aftur fyrir félagið undir hans stjórn. Leikmennirnir eru Adrien Rabiot og Jonathan Rowe. Þeir fóru að slást eftir að liðið tapaði á móti Rennes í fyrstu umferð frönsku deildarinnar. 🚨⚠️ OFFICIAL: Olympique Marseille confirm Adrien Rabiot and Jonathan Rowe are available for sale.Their chapter at OM is considered over. pic.twitter.com/RHpzf45TYg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2025 Marseille staðfesti í dag að leikmennirnir séu komnir á sölulista og hafa nú til 1. september til að finna sér nýtt félag. „Þessi ákvörðun var tekin af því að þetta var algjörlega óásættanleg hegðun í búningsklefanum eftir leikinn á móti Stade Rennais FC. Allir í teyminu voru sammála um þetta og við erum með þessu að fylgja siðareglum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Rabiot og Rowe var tilkynnt þetta á mánudaginn. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið. 🚨Officiel : L’Olympique de Marseille annonce qu’Adrien Rabiot et Jonathan Rowe ont été placéssur la liste des transferts par le club. pic.twitter.com/LTqDTzMwdL— Fabrice Hawkins (@FabriceHawkins) August 19, 2025
Franski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira