Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2025 21:01 Hilmar Gunnarsson er verkefnastjóri Í túninu heima. Vísir/Lýður Valberg Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira