Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. ágúst 2025 20:54 Stefnan er sett á að styðja Kraft um tíu milljónir króna. Sýn Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is. Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is.
Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira