Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2025 21:47 Santi Cazorla, leikmaður Oviedo, var heiðraður af sínu gamla félagi, Villareal, fyrir leik. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Villareal vann 2-0 gegn nýliðum Oviedo í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Santi Cazorla sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll, líklega í síðasta skipti sem leikmaður. Thomas Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal. Spænska úrvalsdeildin fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Villareal vann Oviedo 2-0 og fyrr í dag vann Rayo Vallecano 3-1 á útivelli gegn Girona. Oviedo er nýliði í deildinni, að snúa aftur í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Cazorla er uppalinn hjá félaginu og bjargaði því frá gjaldþroti árið 2012. Hann sneri svo aftur til sinna heimahaga árið 2023 en á sínum ferli spilaði hann lengst af með Arsenal og Villareal. Cazorla kom fyrst til Villareal sem ungur maður og spilaði með varaliðinu en síðan þá hefur hann verið á mála hjá Villareal þrisvar sinnum. Þetta var líklega hans síðasti leikur á heimavelli Villareal, nema liðin dragist saman í bikarnum, vegna þess að þetta er síðasta tímabilið sem Cazorla ætlar að spila. Hann er orðinn fertugur og það þykir ótrúlegt að sjá hann enn spilandi því árið 2016 meiddist hann illa og gekkst undir ellefu aðgerðir. Hann fékk drep í fótinn eftir eina af aðgerðunum og óttast var að hann myndi aldrei ganga aftur, en hann gerði gott betur. Í sama leik þreytti Thomas Partey frumraun sína fyrir Villareal, hann kom til félagsins frá Arsenal fyrr í sumar og spilaði síðustu tíu mínútur leiksins. Meinti kynferðisafbrotamaðurinn Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Spænski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Spænska úrvalsdeildin fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Villareal vann Oviedo 2-0 og fyrr í dag vann Rayo Vallecano 3-1 á útivelli gegn Girona. Oviedo er nýliði í deildinni, að snúa aftur í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Cazorla er uppalinn hjá félaginu og bjargaði því frá gjaldþroti árið 2012. Hann sneri svo aftur til sinna heimahaga árið 2023 en á sínum ferli spilaði hann lengst af með Arsenal og Villareal. Cazorla kom fyrst til Villareal sem ungur maður og spilaði með varaliðinu en síðan þá hefur hann verið á mála hjá Villareal þrisvar sinnum. Þetta var líklega hans síðasti leikur á heimavelli Villareal, nema liðin dragist saman í bikarnum, vegna þess að þetta er síðasta tímabilið sem Cazorla ætlar að spila. Hann er orðinn fertugur og það þykir ótrúlegt að sjá hann enn spilandi því árið 2016 meiddist hann illa og gekkst undir ellefu aðgerðir. Hann fékk drep í fótinn eftir eina af aðgerðunum og óttast var að hann myndi aldrei ganga aftur, en hann gerði gott betur. Í sama leik þreytti Thomas Partey frumraun sína fyrir Villareal, hann kom til félagsins frá Arsenal fyrr í sumar og spilaði síðustu tíu mínútur leiksins. Meinti kynferðisafbrotamaðurinn Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images
Spænski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti