Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 16:46 Fyrirlesturinn átti að fara fram í sal á Þjóðminjasafninu. Vísir/Vilhelm Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira