Lífið

Kveður föður sinn með til­vitnun í Hunter S. Thompson

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jack í fanginu á föður sínum í Los Angeles árið 1991.
Jack í fanginu á föður sínum í Los Angeles árið 1991. Getty/Vinnie Zuffante

Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy Osbourne, hefur tjáð sig um fráfall föður síns á samfélagsmiðlum. Þar segist hann hafa verið í mikilli hjartasorg og ekki getað tjáð sig fyrr en nú.

Ozzy Osbourne lést 22. júlí síðastliðinn.

„Ég ætla að hafa þetta stutt þar sem hann hataði sannarlega langar ræður,“ segir Jack um föður sinn. „Hann var mörgum margt en ég var svo heppinn og naut þeirrar blessunar að vera einn af fámennum hópi sem fékk að kalla hann „pabba“.“

Jacks segir hjarta sitt fullt af sorg en jafnframt af ást og þakklæti.

„Ég fékk 14.501 dag með þessum manni og ég veit að það er mikil gæfa,“ segir hann.

Þá segir hann eftirfarandi tilvitnun í Hunter S. Thompson, „gonzo“ blaðamann og rithöfund, lýsa föður sínum best:

„Lífið á ekki að vera langferð í gröfina þar sem markmiðið er að komast örugglega á áfangastað í fallegum og óslitnum líkama, heldur að skransa í hlað í rekjarmekki, notaður upp til agna og búinn á því, og staðhæfa fullri raustu: Vá! Þvílík upplifun!“

„Þannig var pabbi minn,“ segir Jack. „Hann lifði og hann lifði lífinu til fulls. Ég elska þig pabbi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.