Lífið

Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Einar ásamt móttökunefndinni sem gekk með honum síðasta spölinn. 
Einar ásamt móttökunefndinni sem gekk með honum síðasta spölinn.  Vísir/Berghildur Erla

Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. 

Gangan hefur staðið yfir í 47 daga en lýkur í kvöld. Fréttamaður Sýnar slóst í för með Einari, sem gengur fyrir hjálparsamtökin Rob Foundation í kvöldfréttum. 

„Þetta var sjálfboðastarf sem ég tók þátt í í fyrra. Hollenskur læknir sem ég þekki í gegn um fyrrverandi vinnufélaga. Hún er með sérstakt prógram þar sem hún er að hjálpa ungum börnum sem eru vannærð að komast á fætur,“ segir Einar Sindri. Söfnunin er að nálgast hálfa milljón en áhugasamir geta enn lagt sitt af mörkum hér.

Aðspurður hvað honum þætti minnisstæðast úr göngunni sagði hann kafla göngunnar þar sem hann var nálægt því að hætta við en komst í gegn um. 

„Eftir það var hausinn orðinn miklu sterkari og ég fann mikinn mun á mér. Svo var æðislegt að labba fram hjá Vatnajökli í Skaftafell og Austfirði. Fjöllin þar, æðisleg.“

Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera í kvöld?

„Ég ætla að henda mér í sund og svo bara eitthvað rólegt, kannski göngutúr.“ 

Hress og hvetjandi móttökunefnd lagði Einari lið síðasta spölinn líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.