Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:51 Engin virkni sést á myndavélum. Skjáskot/Afar Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira