Lífið

Mynda­syrpa úr Eyjum: „Út með kassann og á­fram gakk“

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal.
Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. Vísir/Viktor Freyr

Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir áframhaldandi hátíðarhöld.

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir stemninguna bara nokkuð góða eftir lætin í nótt.

„Við stóðum þetta af okkur að mestu leyti.“

Jónas segir það versta búið og að von sé á nýju bjórtjaldi sem muni fara upp í dag. Þá verði ákveðið seinna í dag hvenær hægt verði að kveikja í brennunni.

„Það er bara út með kassann og áfram gakk,“ segir Jónas.

Hann segir að tjaldsvæðin hafi komið nokkuð vel út úr nóttinni. Svo virðist sem að mestu hviðurnar hafi verið á hátíðarsvæðinu, hjá Bjórtjaldinu og hvítu tjöldunum.

Sjá einnig: „Það var tölu­vert verra veður en spáin sagði“

Rigningin var þó mjög mikið og fólk blautt eftir nóttina.

Óskað var eftir því fyrr í dag í hópnum Kvenfólk í Eyjum að fólk sem gæti aðstoðað þjóðhátíðargesti við að þurrka svefnpoka sína eða föt stigi fram. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega sjötíu konur samþykkt að hjálpa við þurrka svefnpoka og/eða föt.

Sjá einnig: Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna ó­veðurs

Þá segir Jónas að búið sé að koma upp aðstöðu á tveimur stöðum á svæðinu, þar sem gestir geti þurrkað föt sín og svefnpoka.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru úr Herjólfsdal í dag og í gærkvöldi og neðst eru myndbönd frá nóttinni.

Vísir/Viktor Freyr

Vísir/Viktor Freyr

Vísir/Viktor Freyr

Vísir/Viktor Freyr

Ekki var kveikt í brennunni í gær og verður ákveðið í dag hvenær það verður gert.Vísir/Viktor Freyr

Fólk í hvítu tjöldunum raðaði sér á súlurnar til að halda þeim niðri þegar veðrið var hvað verst.Vísir/Viktor Freyr

Úr Herjólfshöllinni í dag.Vísir/Viktor Freyr

Ú

Þó nokkrir leituðu í höllina í nótt.Vísir/Viktor Freyr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.