Innlent

Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiða­merkur­sandi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Útkallið barst á ellefta tímanum í morgun.
Útkallið barst á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Breiðamerkursand á ellefta tímanum í morgun til að aðstoða við sjúkraflutninga vegna bráðra veikinda. Lögregla er á vettvangi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.  Þyrlan var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi sem er á vettvangi ásamt sjúkraliðum.

Ekki liggur fyrir hvers eðlis atvikið er en það er alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×