„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 21:59 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt er ánægð með útlitið á nýjum Landspítala en öðru máli gegnir um staðsetninguna. Vísir Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd. Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd.
Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira