Lífið

For­seti Al­þingis snæddi kvöld­verð með Michael Douglas

Agnar Már Másson skrifar
Douglas, sem var aðalræðumaður á setningarathöfn heimsráðstefnu þingforseta, bauð Þórunni og fleirum í kvöldverð á mánudag.
Douglas, sem var aðalræðumaður á setningarathöfn heimsráðstefnu þingforseta, bauð Þórunni og fleirum í kvöldverð á mánudag. Aðsend

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, snæddi kvöldverð með stórleikaranum Michael Douglas í vikunni en leikarinn margverðlaunaði er aðalræðumaður á heimsráðstefnu þingforseta sem nú er haldin í Genf í Sviss.

Þórunn er stödd í Genf þar sem heimsráðstefnan hefur staðið yfir síðan í gær. 

Hinn 80 ára Douglas, sem vann óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk í Wall Street 1987, hefur verið friðarsendiboði Sameinuðu Þjóðanna frá árinu 1998 en hann hélt ræðu á ráðstefnunni í gær. „Akkúrat núna er hættulegasti tímapunktur á minni lífstíð,“ sagð Douglas í ræðu í gær samkvæmt umfjöllun Kyiv Post.

Á mánudag hitti Þórunn á Douglas sem bauð henni og fleirum í kvöldverð, að sögn Þórunnar. Ráðstefnan hófst svo næsta dag en lýkur á morgun.

Myndin var tekin að loknum kvöldverðinum, að sögn Þórunnar.Aðsend

Málefni Úkraínu eru efst á baugi en þáttka rússneska þingforsetas hefur verið gagnrýnd, þar á meðal af Þórunni. Þórunn hitti einnig varaþingforseta Úkraínu, Olenu Kondratiuk, sem vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.