Innlent

Neyðar­á­stand á Gasa og á­gengir túr­istar angra kirkju­gesti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en nú er varað við því að versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar sé að raungerast á svæðinu. 

Við ræðum einnig við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem stödd er í New York að funda um málefni Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Þá fjöllum við áfram um mögulegar tollaálögur ESB á íslenskan kísilmálm og ræðum við forstjóra PCC Bakka á Húsavík.

Einnig verður ágengni ferðamanna við kirkjur landsins rædd og púlsinn tekinn á undirbúningi Þjóðhátíðar, en veðurspáin fyrir Eyjar er ekki sérlega kræsileg fyrir komandi helgi.

Í sportpakkanum verður svo fjallað um æði skrautlegan leik sem fram fór í Garðabænum í gærkvöldi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 29. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×