Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2025 16:46 Bjartsýni ríkti á Reyðarfirði haustið 2015 þegar rannsóknarskipið Oceanic Challenger hélt á Drekasvæðið. Á bryggjunni hittust fulltrúar Eykons, CNOOC og Petoro, sem stóðu saman að einu sérleyfanna til olíuleitar. Vísir/Egill Aðeins tæp 29 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að hefja olíu í íslenskri lögsögu á ný. Tæplega helmingur er því fylgjandi. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Í frétt blaðsins segir að 19,6 prósent hafi sagst mjög fylgjandi olíuleit, 26,8 prósent frekar fylgjandi, 24,7 prósent hafi sagst hvorki fylgjandi né andvíg olíuleit, 16,5 prósent mjög andvíg og 12,4 prósent frekar andvíg. Stopulli og árangurslítilli hálfrar aldar olíuleit við Ísland var lokið með gerð stjórnarsáttmála árið 2021, þar sem því var lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar yrðu ekki gefin út. Síðasti olíuleitarleiðangurinn fyrir það var farinn árið 2018. Umræða um olíuleit hófst á ný í mars þegar bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu, í ljósi þess að orkuskipti gengu hægar en gert hefði verið ráð fyrir. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi á sínum tíma. Í dag var greint frá því að stærsti olíufundur síðustu tíu ára í Evrópu hefði orðið í Póllandi á dögunum. Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Skoðanakannanir Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58 Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Í frétt blaðsins segir að 19,6 prósent hafi sagst mjög fylgjandi olíuleit, 26,8 prósent frekar fylgjandi, 24,7 prósent hafi sagst hvorki fylgjandi né andvíg olíuleit, 16,5 prósent mjög andvíg og 12,4 prósent frekar andvíg. Stopulli og árangurslítilli hálfrar aldar olíuleit við Ísland var lokið með gerð stjórnarsáttmála árið 2021, þar sem því var lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar yrðu ekki gefin út. Síðasti olíuleitarleiðangurinn fyrir það var farinn árið 2018. Umræða um olíuleit hófst á ný í mars þegar bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu, í ljósi þess að orkuskipti gengu hægar en gert hefði verið ráð fyrir. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi á sínum tíma. Í dag var greint frá því að stærsti olíufundur síðustu tíu ára í Evrópu hefði orðið í Póllandi á dögunum.
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Skoðanakannanir Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58 Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55
Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56
Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24