Innlent

56 prósent lands­manna nei­kvæð gegn þéttingu byggðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu er afar umdeild og þykir mörgum nóg um.
Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu er afar umdeild og þykir mörgum nóg um. Vísir/Vilhelm

Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí.

Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð en 26 prósent jákvæð.

Spurt var: Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu?

Ef horft er til niðurstaðanna útfrá búsetu sögðust 64 prósent íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur neikvæð gagnvart þéttingu, 56 prósent íbúa Reykjavíkur og 52 prósent íbúa landsbyggðarinnar.

Um 32 prósent Reykavíkinga sögðust jákvæðir, 25 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna og átján prósent íbúa landsbyggðarinnar.

Konur voru neikvæðari en karlar en 61 prósent kvenna sagðist neikvætt og 20 prósent jákvætt. Af körlum sögðust 52 prósent neikvæð og 31 prósent jákvætt.

Andstaða eykst almennt með aldri en var mest meðal einstaklinga á aldrinum 55 til 64 ára. Á aldursbilinu 18 til 24 ára voru fleiri jákvæðir en neikvæðir, 42 prósent gegn 40 prósent, en af einstaklingum 65 ára og eldri voru átján prósent jákvæð en 63 prósent neikvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×