Lífið

Á­kváðu að vera um kyrrt á Eng­landi þegar Trump náði kjöri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
DeGeneres og de Rossi eru nú búsettar á Englandi.
DeGeneres og de Rossi eru nú búsettar á Englandi. Getty/Kelly Sullivan

Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn.

DeGeneres sat fyrir svörum á sviðinu í Everyman-leikhúsinu í Cheltenham í gær, þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort það væri satt að hún hefði ákveðið að flytja til Bretlands vegna Trump.

„Já,“ svaraði DeGeneres. „Við komum hingað daginn fyrir kosningarnar og vöknuðum við helling af skilaboðum frá vinum okkar með grátandi tjáknum. Og ég var bara: „Hann náði kjöri“ Og við vorum bara: „Við verðum um kyrrt hér“.“

DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fluttust til Cotswolds-svæðisins á Englandi eftir að spjallþáttur DeGeneres lauk göngu sinni. Hún segist afar ánægð með flutninginn.

„Allt er betra hérna; hvernig farið er með dýrin... fólk er kurteist. Ég elska að vera hérna.“

Þá sagðist DeGeneres hafa áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og að unnið væri að því að draga réttindi þeirra til baka. Ef hjónabönd samkynja einstaklinga yrðu bönnuð vestanhafs myndu þær de Rossi giftast aftur á Englandi.

DeGeneres var einnig spurð út í ásakanir sem settar voru fram gegn henni um eitraða vinnustaðamenningu við gerð spjallþáttarins, þar sem hún var meðal annars sökuð um slæma framkomu við starfsmenn og aðra.

Vildi DeGeneres meina að hún hefði verið misskilin.

„Ég er beinskeytt manneskja og mjög berorð og ætli það þýði ekki að stundum er ég... leiðinleg?“ sagði hún. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.