Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2025 07:45 DeGeneres og de Rossi eru nú búsettar á Englandi. Getty/Kelly Sullivan Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn. DeGeneres sat fyrir svörum á sviðinu í Everyman-leikhúsinu í Cheltenham í gær, þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort það væri satt að hún hefði ákveðið að flytja til Bretlands vegna Trump. „Já,“ svaraði DeGeneres. „Við komum hingað daginn fyrir kosningarnar og vöknuðum við helling af skilaboðum frá vinum okkar með grátandi tjáknum. Og ég var bara: „Hann náði kjöri“ Og við vorum bara: „Við verðum um kyrrt hér“.“ DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fluttust til Cotswolds-svæðisins á Englandi eftir að spjallþáttur DeGeneres lauk göngu sinni. Hún segist afar ánægð með flutninginn. „Allt er betra hérna; hvernig farið er með dýrin... fólk er kurteist. Ég elska að vera hérna.“ Þá sagðist DeGeneres hafa áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og að unnið væri að því að draga réttindi þeirra til baka. Ef hjónabönd samkynja einstaklinga yrðu bönnuð vestanhafs myndu þær de Rossi giftast aftur á Englandi. DeGeneres var einnig spurð út í ásakanir sem settar voru fram gegn henni um eitraða vinnustaðamenningu við gerð spjallþáttarins, þar sem hún var meðal annars sökuð um slæma framkomu við starfsmenn og aðra. Vildi DeGeneres meina að hún hefði verið misskilin. „Ég er beinskeytt manneskja og mjög berorð og ætli það þýði ekki að stundum er ég... leiðinleg?“ sagði hún. Hollywood Bandaríkin Donald Trump Bretland England Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
DeGeneres sat fyrir svörum á sviðinu í Everyman-leikhúsinu í Cheltenham í gær, þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort það væri satt að hún hefði ákveðið að flytja til Bretlands vegna Trump. „Já,“ svaraði DeGeneres. „Við komum hingað daginn fyrir kosningarnar og vöknuðum við helling af skilaboðum frá vinum okkar með grátandi tjáknum. Og ég var bara: „Hann náði kjöri“ Og við vorum bara: „Við verðum um kyrrt hér“.“ DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fluttust til Cotswolds-svæðisins á Englandi eftir að spjallþáttur DeGeneres lauk göngu sinni. Hún segist afar ánægð með flutninginn. „Allt er betra hérna; hvernig farið er með dýrin... fólk er kurteist. Ég elska að vera hérna.“ Þá sagðist DeGeneres hafa áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og að unnið væri að því að draga réttindi þeirra til baka. Ef hjónabönd samkynja einstaklinga yrðu bönnuð vestanhafs myndu þær de Rossi giftast aftur á Englandi. DeGeneres var einnig spurð út í ásakanir sem settar voru fram gegn henni um eitraða vinnustaðamenningu við gerð spjallþáttarins, þar sem hún var meðal annars sökuð um slæma framkomu við starfsmenn og aðra. Vildi DeGeneres meina að hún hefði verið misskilin. „Ég er beinskeytt manneskja og mjög berorð og ætli það þýði ekki að stundum er ég... leiðinleg?“ sagði hún.
Hollywood Bandaríkin Donald Trump Bretland England Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira