Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Jennifer Lopez ásamt eiginmönnum sínum fjórum: Ojani Noa, Cris Judd, Marc Anthony og Ben Affleck. Getty Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira