Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:55 Mótmælendurnir hafa komið sér fyrir á miðjum veginum. Vísir/Oddur Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“ Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“
Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira