Innlent

Mikið eldingaveður á Vest­fjörðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hér má sjá eldingu slá niður.
Hér má sjá eldingu slá niður. gylfi huginn harðarson og þorgeir bjarnason

Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði.

Á vef Veðurstofunnar segir að um klukkan tíu hefðu eldingarnar verið orðnar áberandi yfir Reykhólasveit og Þorskafjarðarheiði.

Og klukkan ellefu höfðu mælst yfir 450 eldingar frá því virknin hófst.

Kortið sýnir mældar eldingar í eldingamæli Veðurstofunnar frá kl. 7:41 til 11:00 Veðurstofan

Landsnet hefur misst út nokkrar línur á Vestfjörðum vegna eldingaveðursins.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Landsnets.

„Mikið eldingaveður gengur nú yfir Vestfirði og við höfum misst út nokkar línur. Vestfirðir eru keyrðir á varaafli þannig að ekkert rafmagnsleysi er hjá notendum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets.

Landsnet bendir fólki á að upplýsingar um truflanir megi finna á vefnum Landsnet.is og í Landsnetsappinu.

Fréttastofu hafa borist myndbönd af þrumum og eldingum sem má sjá hér fyrir neðan. Gylfi Huginn Harðarson og Þorgeir Bjarnason tóku upp myndefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×