Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 20:02 Sara og Vikar á höfninn á Hjalteyri. Aðsend Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil. Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð. Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Sjá meira
Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð.
Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist