Innlent

Skráningar­gjöld, fylgis­tap og gettó á Gasa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki upptekinn af áhrifum framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna á fylgi þeirra. Aðeins þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld.

Prófessor í sagnfræði segir nýjasta útspil stjórnvalda í Ísrael um flóttamannabúðir á Gasa minna á „lokalausn“ Þýskalands nasismans. Skoðanir í Ísrael sem áður voru afgreiddar sem kjaftæði og miklar öfgar eru nú samþykktar.

Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×