Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:41 Karl Héðinn, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, segir að skipt hafi verið um lás í húsnæði flokksins. Aðsend Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. „Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01