Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 08:47 Gjögurtáarvitinn hallar skuggalega mikið, eins og sjá má á þessari mynd, enda hefur molnað mikið undan honum. Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Vitar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson
Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Vitar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira