Ótækt að íþróttafélögin selji áfengi án leyfis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 20:02 Aðeins Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar hafa leyfi til að selja áfengi í húsum sínum en ekkert þeirra er með leyfi fyrir útiveitingum. Fleiri félög selja áfengi á íþróttaviðburðum. Grafík/Heiðar Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur. Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent