Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 22:25 Íslenska sendinefndin í Washington. Aðsend Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. „Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands. Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands.
Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira