Svona hljómar Himinn og jörð í flutningi Svölu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2025 14:02 Svala Björgvins Aðsend Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur sent frá sér nýja útgáfu af laginu Himinn og jörð, einu þekktasta dægurlagi Íslandssögunnar. Lagið samdi Gunnar Þórðarson árið 1981 og textann skrifaði Þorsteinn Eggertsson. Það varð vinsælt í flutningi Björgvins Halldórssonar – föður Svölu – og hefur síðan skipað sér sess sem klassík meðal íslenskra ástalaga. Svala segir viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni að hún hafi fengið leyfi frá Gunnari Þórðarsyni til að gera ábreiðu af laginu. Útkoman er nútímalegri túlkun og má heyra lagið hér að neðan. Lagið Himinn og jörð lýsir örvæntingu og tilfinningasemi, þar sem sögumaður stendur fyrir utan hús konunnar sem hann elskar, í von um að sjá glitta í hana í glugganum. Þessi tregafulla mynd hefur snert hjörtu landsmanna í rúma fjóra áratugi um manninn sem gæfi allt, himinn og jörð, til að losa sig við feimnina svo hann geti nálgast þessa sem hann elskar. Textann við lagið má sjá að neðan. Himinn og jörð Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þig bregða fyrir andartak, til löngunar ég finnþví ég bíð einn hér úti og mig langar til að komast innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsvegginnvið gluggann þinn.Ég veit ég verð að herða upp hugann ástin mínþví mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Á himnum máninn hlær en þó er eins og gráti stjörnurnar.Mig grunar að þig langi að hitta mig en hvenær eða hvar?Æ, líttu snöggvast út um gluggann þinn og gef mér eitthvert svar.Eitt bros frá þér mér gefa myndi kjark að freista gæfunnar,gefðu mér svar.Kannski ertu alein þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). En nóttin er að verða svört og myrkrið hefur öllu breytt í blautan leir.Í brjósti mér slær hjartað ört.Nú læt ég verða af því, Ég bíð ei meir. Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þér bregða fyrir andartak, til löngunar ég finn.Nú bíð ég ekki lengur hérna úti því mig langar innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsþökin,nú kem ég inn.Ég veit þú bíður þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Tónlist Bylgjan Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Svala segir viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni að hún hafi fengið leyfi frá Gunnari Þórðarsyni til að gera ábreiðu af laginu. Útkoman er nútímalegri túlkun og má heyra lagið hér að neðan. Lagið Himinn og jörð lýsir örvæntingu og tilfinningasemi, þar sem sögumaður stendur fyrir utan hús konunnar sem hann elskar, í von um að sjá glitta í hana í glugganum. Þessi tregafulla mynd hefur snert hjörtu landsmanna í rúma fjóra áratugi um manninn sem gæfi allt, himinn og jörð, til að losa sig við feimnina svo hann geti nálgast þessa sem hann elskar. Textann við lagið má sjá að neðan. Himinn og jörð Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þig bregða fyrir andartak, til löngunar ég finnþví ég bíð einn hér úti og mig langar til að komast innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsvegginnvið gluggann þinn.Ég veit ég verð að herða upp hugann ástin mínþví mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Á himnum máninn hlær en þó er eins og gráti stjörnurnar.Mig grunar að þig langi að hitta mig en hvenær eða hvar?Æ, líttu snöggvast út um gluggann þinn og gef mér eitthvert svar.Eitt bros frá þér mér gefa myndi kjark að freista gæfunnar,gefðu mér svar.Kannski ertu alein þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). En nóttin er að verða svört og myrkrið hefur öllu breytt í blautan leir.Í brjósti mér slær hjartað ört.Nú læt ég verða af því, Ég bíð ei meir. Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þér bregða fyrir andartak, til löngunar ég finn.Nú bíð ég ekki lengur hérna úti því mig langar innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsþökin,nú kem ég inn.Ég veit þú bíður þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð).
Tónlist Bylgjan Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira