Aron segist hættur í ClubDub Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 16:48 Brynjar Barkarson er hér til vinstri, en saman hafa hann og Aron myndað tónlistartvíeykið ClubDub, sem nú virðist liðið undir lok ef marka má færslu Arons. Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni. Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð. Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira
Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð.
Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira