Valerie Mahaffey er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 10:47 Valerie Mahaffey lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á sínum ferli sem spannaði tæpa hálfa öld. Getty Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein. Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020). Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020).
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein