Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2025 13:44 Lengri opnunartími hefur verið hjá leikskólanum Ævintýraborg við Nauthólsveg en verður það ekki lengur frá og með 1. september. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira