Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 10:03 Sólveig Anna fer hinum háðuglegustu orðum um afstöðu Guðmundar Hrafns. Hún telur hann kasta steinum úr glerhúsi en hann sé þó woke, sem sé gott. vísir/einar/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira