Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 10:29 Gunnar Ingi segir að það hafi verið mistök þegar hann var sendur á Vog. Hann hafi verið farinn að fikta við kannabisneyslu og kom út þaðan hálfu verri, þá hafði hann kynnst krökkum sem voru í miklu sterkari neyslu. vísir/getty/steingrímur dúi Gunnar Ingi Valgeirsson segir að fíknisjúkdómar geti bankað upp á hvar sem er. Hann var á tímabili kominn í mikla dagneyslu á alls kyns efnum og svaf að jafnaði tvo daga í viku. Gunnar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, hefur sjálfur vakið athygli fyrir hlaðvarpsþætti sem fjalla um vanda fíknisjúkra. Hugmyndin varð til eftir að hann horfði á unga móður deyja á götunni eftir að hafa verið send út úr meðferð. Hann segir ýmis viðvörunarljós hafa byrjað að blikka hjá sjálfum sér þegar hann var ennþá barn. „Ég átti erfitt með að tengjast félagslega, fannst ég ekki tilheyra og var lagður í einelti þegar ég var krakki. Ég átti líka erfitt með að fá athygli heima hjá mér og fannst ég heldur ekki tilheyra þar, þannig að ég sóttist fljótt í neikvæða athygli, af því að mér fannst neikvæð athygli betri en engin athygli.“ Var sex ára þegar hann var fyrst tekinn af löggunni Gunnar var fyrst tekinn af löggunni þegar ég var 6 ára gamall þá fyrir að brjótast inn í vinnuskúr og svo í sömu viku kom löggan aftur vegna nokkurs sem Gunnar hafði gert af sér. „Þegar ég hafði fundið spreybrúsa í bílskúrnum og fór að spreyja á húsin í nágrenninu. Síðan þegar ég komst í tölvuleiki fann ég minn fyrsta flótta. Ég gat sökkt mér alveg ofan í það og verið í mínum eigin hugarheimi og í raun flúið raunveruleikann alveg.“ Tengslaskertur og fíkinn í tölvuleiki Gunnar ólst upp í Breiðholtinu og Grafarvogi og var talsvert mikið einn heima strax sem barn: „Ég var þetta klassíska lyklabarn og svo gerði ég mér líka oft upp veikindi til að geta verið heima að spila tölvuleiki og var oft í þeim allan daginn. Það er talað um að andstæða fíknar sé tengsl og þarna var ég í raun orðinn mjög tengslaskertur og bara í friði inni í mínum eigin heimi.“ Gunnar er með ADHD og var sendur í greiningu sem barn. Hann var metinn á mörkunum og það var aldrei neitt gert í því frekar. „Neyslan sem ég átti eftir að fara í seinna meir hafði örugglega mikið að gera með athyglisbrestinn. Þegar ég kynntist örvandi efnum opnaðist nýr heimur fyrir mér. Á meðan þeir sem tóku þetta í kringum mig urðu örir og bandbrjálaðir gat ég bara einbeitt mér að tölvuleik í 12 klukkutíma án þess að stoppa. Ég var á ákveðinn hátt að meðhöndla mig sjálfan þegar ég fór í örvandi efni.“ Gunnar var aðeins 11 ára þegar hann fór að reykja sígarettur og á einu sumri fór hann frá því að vera tölvuleikjanörd yfir í að verða rokkari með sítt hár í gallajakka af mömmu sinni. „Ári seinna var ég farinn að taka sopa af áfengi hér og þar, en það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég datt fyrst í það. Þá var ég með draum um að verða tónlistarmaður og var þá byrjaður í neyslu, en ekki kominn á kaf, þannig að ég náði að læra mikið og var á ákveðinn hátt ennþá réttu megin við línuna.“ Að fara inn á Vog reyndust mikil mistök Foreldrar Gunnars sendu hann á Vog af því að ráðgjafi frá SÁÁ ráðlagði þeim það. Gunnar tel að það hafi alls ekki verið rétta ákvörðunin, af því að hann var ekki kominn á þann stað að það væri hægt að hjálpa mér í raun og veru. „Ég var rétt nýbyrjaður að fikta við kannabis og hafði ekki fundið neinn botn. En við það að senda mig svona ungan þarna inn og nýkominn í þetta hentu þau mér í raun í ljónagryfjuna. Inni á Vogi kynntist ég krökkum sem voru í miklu harðari neyslu og ég labbaði út af Vogi með nýja vini og hugmyndir um hvað ég ætlaði að prófa næst og fannst það bara mjög spennandi. Það er auðvitað aldrei hægt að segja til um hvað hefði gerst ef ég hefði ekki farið þarna inn, en mögulega hefði ég bara haldist í vægri kannabisneyslu og ekki farið jafnhratt á botninn.” Kominn í mjög harða neyslu Gunnar fór hratt niður á við eftir fyrstu meðferðina á Vogi og var kominn þangað aftur inn sjálfviljugur tveimur árum síðar. En hann átti enn eftir að fara í gegnum lengra tímabil af stjórnleysi áður en það fór að birta til. Gunnar Ingi Valgeirsson hjá Sölva. Hann telur það mikil mistök þegar hann var sendur á Vog, í kjölfarið jókst neyslan til mikilla muna. „Þegar þetta var orðið verst svaf ég kannski tvo daga í viku og ég skil eiginlega ekki hvernig ég náði að haldast uppistandandi. Ég var á fullt af efnum, mest á kannabis og amfetamíni alla daga, en í lokin var ég kominn í dagneyslu á E-töflum og var alltaf að drekka ofan í þetta og borðaði eiginlega aldrei. Ég hef líklega tekið 5 grömm af amfetamíni á dag og reykti nokkur grömm af kannabisi alla daga þegar þetta var verst.“ Þessi gengdarlausa neysla kostaði vitaskuld sitt, mikinn pening. „Ég fékk til að mynda tryggingarpening upp á 3 og hálfa milljón sem hafði verið inni á læstum reikningi og það tók mig 2 vikur að klára þann pening. Það var ekkert heilagt, ég rændi foreldra mína og systur mína, seldi fíkniefni og gerði bara hvað sem er. Þegar smálánin komu maxaði maður það alveg í botn og í lokinn var ég farinn að ræna dópsala.“ Líkaminn alveg að gefa sig vegna næringarskorts Að sögn Gunnars vaknaði hann kannski um miðjan dag á mánudegi og fékk sér amfetamín og reykti og lifði svo á kóki og snakki. „Ég fór einu sinni upp á spítala út af næringarskorti og líkaminn var alveg að gefa sig. En fíknin var svo sterkt að um leið og það var búið að gefa mér smá næringu í æð vildi ég bara fara út af því að ég var með fíkniefni úti í bíl.“ Gunnar Ingi hefur nú verið edrú í meira en tvö ár. Eftir að hafa lokið eftirmeðferð á Krýsuvík og náð að snúa lífi sínu við ákvað hann að gera hlaðvarpsþætti um fólk með fíknisjúkdóma sem festist á biðlistum. „Ég hélt að ég væri dæmdur í að vera bara inn og út úr meðferðum það sem eftir væri, en einhvern veginn kviknaði eitthvað ljós og ég fann að ég væri raunverulega tilbúinn til að hætta þessu þegar ég fór í síðustu meðferðina og eftirmeðferð og hef verið edrú síðan.“ Saga ungrar móður kveikja þáttanna Gunnar hefur reynslunni ríkari vakið mikla athygli fyrir þættina „Lífið á biðlista. Hann segir að hugmyndin hafi orðið til eftir sögu ungrar konu sem var með honum á Krýsuvík: „Það var ung móðir með mér í meðferðinni á Krýsuvík. Hún datt í það í bæjarleyfi þegar hún var hálfnuð með meðferðina. Eftir það fór hún inn á geðdeild og þaðan inn á Vog. En það voru sumarleyfi og hún var átta daga á Vogi og svo var hún send í þriggja vikna bæjarleyfi áður en hún átti að byrja eftirmeðferð. Heimilislaus manneskja sem hafði verið í ópíóðaneyslu. Það þurfti að nota plássið, svo henni var bara vísað út og sagt: „Gangi þér vel, vonandi nærðu að verða edrú“. Hún var heimilislaus og fór beint aftur í sprautuneyslu á læknalyfjum. Hún var svo dáin eftir tvo daga. Þriggja barna móðir.“ Gunnari fannst eftir þetta að hann yrði að gera eitthvað. Hann bað pabba sinn, Valgeir Magnússon auglýsingamann og pistlahöfund á Smartlandi, að skrifa um dauða ungu móðurinnar og í kjölfarið varð svo til hugmyndin að þáttunum. „Ég veit fyrir víst að þessir þættir náðu að hafa áhrif og það voru þingmenn sem beittu sér í þessum málaflokki eftir að þeir fóru í loftið. Ef ég sé eitthvað meira sem ég vil fjalla um mun ég gera það. Það er margt í samfélaginu okkar sem er falið fyrir flestum og vandi fólks með fíknisjúkdóm er eitt af því.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Meðferðarheimili Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
Gunnar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, hefur sjálfur vakið athygli fyrir hlaðvarpsþætti sem fjalla um vanda fíknisjúkra. Hugmyndin varð til eftir að hann horfði á unga móður deyja á götunni eftir að hafa verið send út úr meðferð. Hann segir ýmis viðvörunarljós hafa byrjað að blikka hjá sjálfum sér þegar hann var ennþá barn. „Ég átti erfitt með að tengjast félagslega, fannst ég ekki tilheyra og var lagður í einelti þegar ég var krakki. Ég átti líka erfitt með að fá athygli heima hjá mér og fannst ég heldur ekki tilheyra þar, þannig að ég sóttist fljótt í neikvæða athygli, af því að mér fannst neikvæð athygli betri en engin athygli.“ Var sex ára þegar hann var fyrst tekinn af löggunni Gunnar var fyrst tekinn af löggunni þegar ég var 6 ára gamall þá fyrir að brjótast inn í vinnuskúr og svo í sömu viku kom löggan aftur vegna nokkurs sem Gunnar hafði gert af sér. „Þegar ég hafði fundið spreybrúsa í bílskúrnum og fór að spreyja á húsin í nágrenninu. Síðan þegar ég komst í tölvuleiki fann ég minn fyrsta flótta. Ég gat sökkt mér alveg ofan í það og verið í mínum eigin hugarheimi og í raun flúið raunveruleikann alveg.“ Tengslaskertur og fíkinn í tölvuleiki Gunnar ólst upp í Breiðholtinu og Grafarvogi og var talsvert mikið einn heima strax sem barn: „Ég var þetta klassíska lyklabarn og svo gerði ég mér líka oft upp veikindi til að geta verið heima að spila tölvuleiki og var oft í þeim allan daginn. Það er talað um að andstæða fíknar sé tengsl og þarna var ég í raun orðinn mjög tengslaskertur og bara í friði inni í mínum eigin heimi.“ Gunnar er með ADHD og var sendur í greiningu sem barn. Hann var metinn á mörkunum og það var aldrei neitt gert í því frekar. „Neyslan sem ég átti eftir að fara í seinna meir hafði örugglega mikið að gera með athyglisbrestinn. Þegar ég kynntist örvandi efnum opnaðist nýr heimur fyrir mér. Á meðan þeir sem tóku þetta í kringum mig urðu örir og bandbrjálaðir gat ég bara einbeitt mér að tölvuleik í 12 klukkutíma án þess að stoppa. Ég var á ákveðinn hátt að meðhöndla mig sjálfan þegar ég fór í örvandi efni.“ Gunnar var aðeins 11 ára þegar hann fór að reykja sígarettur og á einu sumri fór hann frá því að vera tölvuleikjanörd yfir í að verða rokkari með sítt hár í gallajakka af mömmu sinni. „Ári seinna var ég farinn að taka sopa af áfengi hér og þar, en það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég datt fyrst í það. Þá var ég með draum um að verða tónlistarmaður og var þá byrjaður í neyslu, en ekki kominn á kaf, þannig að ég náði að læra mikið og var á ákveðinn hátt ennþá réttu megin við línuna.“ Að fara inn á Vog reyndust mikil mistök Foreldrar Gunnars sendu hann á Vog af því að ráðgjafi frá SÁÁ ráðlagði þeim það. Gunnar tel að það hafi alls ekki verið rétta ákvörðunin, af því að hann var ekki kominn á þann stað að það væri hægt að hjálpa mér í raun og veru. „Ég var rétt nýbyrjaður að fikta við kannabis og hafði ekki fundið neinn botn. En við það að senda mig svona ungan þarna inn og nýkominn í þetta hentu þau mér í raun í ljónagryfjuna. Inni á Vogi kynntist ég krökkum sem voru í miklu harðari neyslu og ég labbaði út af Vogi með nýja vini og hugmyndir um hvað ég ætlaði að prófa næst og fannst það bara mjög spennandi. Það er auðvitað aldrei hægt að segja til um hvað hefði gerst ef ég hefði ekki farið þarna inn, en mögulega hefði ég bara haldist í vægri kannabisneyslu og ekki farið jafnhratt á botninn.” Kominn í mjög harða neyslu Gunnar fór hratt niður á við eftir fyrstu meðferðina á Vogi og var kominn þangað aftur inn sjálfviljugur tveimur árum síðar. En hann átti enn eftir að fara í gegnum lengra tímabil af stjórnleysi áður en það fór að birta til. Gunnar Ingi Valgeirsson hjá Sölva. Hann telur það mikil mistök þegar hann var sendur á Vog, í kjölfarið jókst neyslan til mikilla muna. „Þegar þetta var orðið verst svaf ég kannski tvo daga í viku og ég skil eiginlega ekki hvernig ég náði að haldast uppistandandi. Ég var á fullt af efnum, mest á kannabis og amfetamíni alla daga, en í lokin var ég kominn í dagneyslu á E-töflum og var alltaf að drekka ofan í þetta og borðaði eiginlega aldrei. Ég hef líklega tekið 5 grömm af amfetamíni á dag og reykti nokkur grömm af kannabisi alla daga þegar þetta var verst.“ Þessi gengdarlausa neysla kostaði vitaskuld sitt, mikinn pening. „Ég fékk til að mynda tryggingarpening upp á 3 og hálfa milljón sem hafði verið inni á læstum reikningi og það tók mig 2 vikur að klára þann pening. Það var ekkert heilagt, ég rændi foreldra mína og systur mína, seldi fíkniefni og gerði bara hvað sem er. Þegar smálánin komu maxaði maður það alveg í botn og í lokinn var ég farinn að ræna dópsala.“ Líkaminn alveg að gefa sig vegna næringarskorts Að sögn Gunnars vaknaði hann kannski um miðjan dag á mánudegi og fékk sér amfetamín og reykti og lifði svo á kóki og snakki. „Ég fór einu sinni upp á spítala út af næringarskorti og líkaminn var alveg að gefa sig. En fíknin var svo sterkt að um leið og það var búið að gefa mér smá næringu í æð vildi ég bara fara út af því að ég var með fíkniefni úti í bíl.“ Gunnar Ingi hefur nú verið edrú í meira en tvö ár. Eftir að hafa lokið eftirmeðferð á Krýsuvík og náð að snúa lífi sínu við ákvað hann að gera hlaðvarpsþætti um fólk með fíknisjúkdóma sem festist á biðlistum. „Ég hélt að ég væri dæmdur í að vera bara inn og út úr meðferðum það sem eftir væri, en einhvern veginn kviknaði eitthvað ljós og ég fann að ég væri raunverulega tilbúinn til að hætta þessu þegar ég fór í síðustu meðferðina og eftirmeðferð og hef verið edrú síðan.“ Saga ungrar móður kveikja þáttanna Gunnar hefur reynslunni ríkari vakið mikla athygli fyrir þættina „Lífið á biðlista. Hann segir að hugmyndin hafi orðið til eftir sögu ungrar konu sem var með honum á Krýsuvík: „Það var ung móðir með mér í meðferðinni á Krýsuvík. Hún datt í það í bæjarleyfi þegar hún var hálfnuð með meðferðina. Eftir það fór hún inn á geðdeild og þaðan inn á Vog. En það voru sumarleyfi og hún var átta daga á Vogi og svo var hún send í þriggja vikna bæjarleyfi áður en hún átti að byrja eftirmeðferð. Heimilislaus manneskja sem hafði verið í ópíóðaneyslu. Það þurfti að nota plássið, svo henni var bara vísað út og sagt: „Gangi þér vel, vonandi nærðu að verða edrú“. Hún var heimilislaus og fór beint aftur í sprautuneyslu á læknalyfjum. Hún var svo dáin eftir tvo daga. Þriggja barna móðir.“ Gunnari fannst eftir þetta að hann yrði að gera eitthvað. Hann bað pabba sinn, Valgeir Magnússon auglýsingamann og pistlahöfund á Smartlandi, að skrifa um dauða ungu móðurinnar og í kjölfarið varð svo til hugmyndin að þáttunum. „Ég veit fyrir víst að þessir þættir náðu að hafa áhrif og það voru þingmenn sem beittu sér í þessum málaflokki eftir að þeir fóru í loftið. Ef ég sé eitthvað meira sem ég vil fjalla um mun ég gera það. Það er margt í samfélaginu okkar sem er falið fyrir flestum og vandi fólks með fíknisjúkdóm er eitt af því.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Meðferðarheimili Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“