Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 07:03 Fagnað á toppnum. Aðsend Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert verið smeykar upp og að skemmtilegast hafi verið að renna sér niður. Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend
Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira