Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2025 13:20 Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir fara í saumana á leynireglunni Illuminati í hlaðvarpsþáttum sínum Skuggavaldinu. vísir Hvað eiga Beyoncé, franska byltingin og breska konungsfjölskyldan sameiginlegt? Samkvæmt sumum eru þau öll útsendarar Illuminati – alræmds leynifélags sem, ef marka má kenningasmiði fortíðar og internetsins í dag, stýrir heiminum úr skugganum. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar. Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim. Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar. Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim.
Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira
Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23
Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08