„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2025 13:00 Grímseyingar finna fyrir skjálftunum, en eru þó misskelkaðir. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19