Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2025 07:02 Pólska megabeibið sem fjallað er um í greininni. Hún er 52 ára gömul og kemst áfram samkvæmt spá fréttamanns. Getty/Jens Büttner Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. Fréttamaður var viðstaddur rennslið, sem er alveg eins og undankvöldið í kvöld. Allt var æft, meira að segja stundin þegar tilkynnt er hvaða lönd komast áfram. Þar komst Ísland áfram, en valið var að handahófi hvaða lönd „komast áfram“. Eftir að hafa horft á rennslið telur fréttamaður sig nokkuð öruggan til að leggja fram sína spá á hverjir komast áfram og hverjir ekki. Tökum þetta í þeirri röð sem löndin stíga á svið. Við byrjum á Íslandi. Þeir sem nenna ekki að lesa í gegnum allt geta skrollað neðst og séð dóm fréttamanns þar. Ísland Vááááá hvað íslenski hópurinn er flottur. Væb-bræðurnir stíga fyrstir á svið og ef stjórnendur keppninnar ákváðu það til að keyra fólk í gang frá fyrstu mínútu, þá virkaði það. Þeir fengu í það minnsta topp fimm mesta lófatakið eftir flutninginn, sem var notabene óaðfinnanlegur. Atriðið flott og ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að Væb muni stíga aftur á svið á laugardagskvöldinu hér í Basel. Pólland Eurovision-megabeib af gamla skólanum. Atriðið sjálft mjög flott og lagið fínt, lítið annað um það að segja. Kemst alveg pottþétt áfram. Slóvenía Ég verð bara að viðurkenna að ég fór að skæla yfir Slóvenanum. Hann er að syngja um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein og hann spurði sig hversu mikinn tíma þau ættu eftir saman. Hún sem betur fer sigraðist á meininu OG KEMUR INN Á SVIÐIÐ Í LOK ATRIÐSINS. Tárin fengu svoleiðis að leka niður. Ég er samt ekki viss um hvort þetta tilfinningaklám dugi honum áfram. Ég myndi halda með honum ef hann væri ekki í harðri baráttu við Væb-arana en ég held hann komist ekki áfram. Eistland Hér í Basel elska hann allir. Skemmtilegur karakter sem mér líkar vel við. Atriðið var skemmtilegt og það truflar mig minna en ég hélt að hann sé lélegur söngvari. Hann kemst áfram og gæti verið ofarlega á laugardaginn. Úkraína Meh. Bjóst við meiru. Fínt lag þegar ég hlustaði á það á Youtube en fannst atriðið svekkjandi. Flottir búningar en lítill kraftur í gæjanum. Komast samt pottþétt áfram. Svíþjóð Ég vissi alveg að Svíarnir væru vinsælir og að þeim væri spáður sigur, en VÁ! Þakið ætlaði að rifna af höllinni allt atriðið. Flestir fengu brjáluð fagnaðarlæti eftir atriðið sitt (Væb fengu líka fagnaðarlæti fyrir atriðið sitt) en það voru bara læti allt sænska atriðið. Það var líka fáránlega flott. Magnað, yndislegt og flott, komast hundrað prósent áfram og gætu unnið? Portúgal Laaaaang leiðinlegasta lag kvöldsins. Langar að setja fleiri „a“ þarna en skiptir ekki öllu, þetta lag er ekki skemmtilegt að mínu mati. Af hverju senda Portúgalir inn á milli svona leiðinleg lög? Ágætis læti í höllinni en ég trúi því ekki að þeir komist áfram. Fullkomið klósettlag, það verða örugglega slagsmál um að komast á klósettið í partýum í kvöld. Þeir komast ekki áfram. Noregur Mikill eldur, enda heitir lagið „kveikjari“. Söngvarinn flottur og viðkunnanlegur, kemst pottþétt áfram en hef ekkert miklar skoðanir á þessu. Bara flott Eurovision-atriði. Belgía Ég var búinn að ákveða fyrir fram að mér fyndist belgíska atriðið ekki gott, en ég þarf að viðurkenna ósigur gegn sjálfum mér þar. Söngvarinn negldi þetta. Atriðið var ótrúlega flott, kraftmikið og margar háar nótur. Ef hann neglir þær allar (eins og hann gerði í gær) þá kemst hann auðveldlega áfram og verður ofarlega í úrslitunum. Aserbaíjan Ég var á báðum áttum með þetta, en ég eiginlega þoli atriðið ekki. Finnst lagið efnilegt, en gæinn er svona á mörkunum á að vera falskur. Aserar komast ekki áfram. San Marínó Ugh, það elskuðu allir í höllinni þetta. Næstvinsælast meðal áhorfenda, á eftir Svíunum. Ég bara skil það ekki, finnst hann falskur og atriðið leiðinlegt því hann er bókstaflega bara að hoppa á bak við plötusnúðaborð. Það hjálpar samt ekki að Ítalir greiða atkvæði í kvöld og lagið fjallar um Ítalíu. Tólf gefins stig sem aðrir þurfa að vinna upp. Ég held hann komist áfram. Albanía Þetta atriði er algjör veisla. Alvöru Balkanskagapartí og svo í miðju lagi kemur elsti keppandinn í ár (samt bara 52 ára eins og pólska megabeibið) og bara talar. Það er alveg einhver riþmi þarna en hann er samt bara að tala, sem er geðveikt. Söngkonan ótrúlega kraftmikil og góð, þau komast áfram og gætu endað ofar en margir spá. Holland Margir voru hræddir um hollenska atriðið eftir fyrstu æfinguna sem birt var á samfélagsmiðlum, því söngvarinn var bara falskur. En hann var ekki falskur í kvöld. Atriðið ótrúlega flott og lagið mjög skemmtilegt. Þetta er svona klassískt sjöunda sætis lag en fólk mun muna laglínuna í viðlaginu lengi. Hollendingurinn kemst áfram. Króatía Úff, þetta var vont. Ég átta mig ekki alveg á þessu atriði. Mér fannst það bara óþægilegt. Bara allt við það var óþægilegt. Hann kemst ekki áfram og ég held hann verði í síðasta sæti í riðlinum, í harðri keppni þó við Portúgalina. Kýpur Þarna kemur heitasta skoðunin mín, ég held að Kýpverjinn komist ekki áfram. Honum er spáð auðveldlega áfram en ég sé það ekki. Lagið er ekkert spes og atriðið frekar ómerkilegt. Hann nær ekki alveg nótunum sínum og ég var ekki að ná þessu. Hann er samt myndarlegur og það hefur skilað mönnum ótrúlegar leiðir í Eurovision, en ég held að hann fái skell kvöldsins og komist ekki áfram. Niðurstaða Þetta er ótrúlega flott keppni og allir ættu að prófa að fara á Eurovision einu sinni á ævinni, þó það sé ekki nema bara á þetta rennsli. Færð alveg sömu tilfinninguna og á hinum kvöldunum, mínus spennufallið í lok kvölds. Hér kemur fagleg og formleg spá fréttamanns: Þeir sem komast áfram: Ísland Pólland Eistland Úkraína Svíþjóð Noregur Belgía San Marínó Albanía Holland Þeir sem komast ekki áfram: Slóvenía Portúgal Aserbaíjan Króatía Kýpur Eurovision Íslendingar erlendis Sviss Eurovision 2025 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Fréttamaður var viðstaddur rennslið, sem er alveg eins og undankvöldið í kvöld. Allt var æft, meira að segja stundin þegar tilkynnt er hvaða lönd komast áfram. Þar komst Ísland áfram, en valið var að handahófi hvaða lönd „komast áfram“. Eftir að hafa horft á rennslið telur fréttamaður sig nokkuð öruggan til að leggja fram sína spá á hverjir komast áfram og hverjir ekki. Tökum þetta í þeirri röð sem löndin stíga á svið. Við byrjum á Íslandi. Þeir sem nenna ekki að lesa í gegnum allt geta skrollað neðst og séð dóm fréttamanns þar. Ísland Vááááá hvað íslenski hópurinn er flottur. Væb-bræðurnir stíga fyrstir á svið og ef stjórnendur keppninnar ákváðu það til að keyra fólk í gang frá fyrstu mínútu, þá virkaði það. Þeir fengu í það minnsta topp fimm mesta lófatakið eftir flutninginn, sem var notabene óaðfinnanlegur. Atriðið flott og ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að Væb muni stíga aftur á svið á laugardagskvöldinu hér í Basel. Pólland Eurovision-megabeib af gamla skólanum. Atriðið sjálft mjög flott og lagið fínt, lítið annað um það að segja. Kemst alveg pottþétt áfram. Slóvenía Ég verð bara að viðurkenna að ég fór að skæla yfir Slóvenanum. Hann er að syngja um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein og hann spurði sig hversu mikinn tíma þau ættu eftir saman. Hún sem betur fer sigraðist á meininu OG KEMUR INN Á SVIÐIÐ Í LOK ATRIÐSINS. Tárin fengu svoleiðis að leka niður. Ég er samt ekki viss um hvort þetta tilfinningaklám dugi honum áfram. Ég myndi halda með honum ef hann væri ekki í harðri baráttu við Væb-arana en ég held hann komist ekki áfram. Eistland Hér í Basel elska hann allir. Skemmtilegur karakter sem mér líkar vel við. Atriðið var skemmtilegt og það truflar mig minna en ég hélt að hann sé lélegur söngvari. Hann kemst áfram og gæti verið ofarlega á laugardaginn. Úkraína Meh. Bjóst við meiru. Fínt lag þegar ég hlustaði á það á Youtube en fannst atriðið svekkjandi. Flottir búningar en lítill kraftur í gæjanum. Komast samt pottþétt áfram. Svíþjóð Ég vissi alveg að Svíarnir væru vinsælir og að þeim væri spáður sigur, en VÁ! Þakið ætlaði að rifna af höllinni allt atriðið. Flestir fengu brjáluð fagnaðarlæti eftir atriðið sitt (Væb fengu líka fagnaðarlæti fyrir atriðið sitt) en það voru bara læti allt sænska atriðið. Það var líka fáránlega flott. Magnað, yndislegt og flott, komast hundrað prósent áfram og gætu unnið? Portúgal Laaaaang leiðinlegasta lag kvöldsins. Langar að setja fleiri „a“ þarna en skiptir ekki öllu, þetta lag er ekki skemmtilegt að mínu mati. Af hverju senda Portúgalir inn á milli svona leiðinleg lög? Ágætis læti í höllinni en ég trúi því ekki að þeir komist áfram. Fullkomið klósettlag, það verða örugglega slagsmál um að komast á klósettið í partýum í kvöld. Þeir komast ekki áfram. Noregur Mikill eldur, enda heitir lagið „kveikjari“. Söngvarinn flottur og viðkunnanlegur, kemst pottþétt áfram en hef ekkert miklar skoðanir á þessu. Bara flott Eurovision-atriði. Belgía Ég var búinn að ákveða fyrir fram að mér fyndist belgíska atriðið ekki gott, en ég þarf að viðurkenna ósigur gegn sjálfum mér þar. Söngvarinn negldi þetta. Atriðið var ótrúlega flott, kraftmikið og margar háar nótur. Ef hann neglir þær allar (eins og hann gerði í gær) þá kemst hann auðveldlega áfram og verður ofarlega í úrslitunum. Aserbaíjan Ég var á báðum áttum með þetta, en ég eiginlega þoli atriðið ekki. Finnst lagið efnilegt, en gæinn er svona á mörkunum á að vera falskur. Aserar komast ekki áfram. San Marínó Ugh, það elskuðu allir í höllinni þetta. Næstvinsælast meðal áhorfenda, á eftir Svíunum. Ég bara skil það ekki, finnst hann falskur og atriðið leiðinlegt því hann er bókstaflega bara að hoppa á bak við plötusnúðaborð. Það hjálpar samt ekki að Ítalir greiða atkvæði í kvöld og lagið fjallar um Ítalíu. Tólf gefins stig sem aðrir þurfa að vinna upp. Ég held hann komist áfram. Albanía Þetta atriði er algjör veisla. Alvöru Balkanskagapartí og svo í miðju lagi kemur elsti keppandinn í ár (samt bara 52 ára eins og pólska megabeibið) og bara talar. Það er alveg einhver riþmi þarna en hann er samt bara að tala, sem er geðveikt. Söngkonan ótrúlega kraftmikil og góð, þau komast áfram og gætu endað ofar en margir spá. Holland Margir voru hræddir um hollenska atriðið eftir fyrstu æfinguna sem birt var á samfélagsmiðlum, því söngvarinn var bara falskur. En hann var ekki falskur í kvöld. Atriðið ótrúlega flott og lagið mjög skemmtilegt. Þetta er svona klassískt sjöunda sætis lag en fólk mun muna laglínuna í viðlaginu lengi. Hollendingurinn kemst áfram. Króatía Úff, þetta var vont. Ég átta mig ekki alveg á þessu atriði. Mér fannst það bara óþægilegt. Bara allt við það var óþægilegt. Hann kemst ekki áfram og ég held hann verði í síðasta sæti í riðlinum, í harðri keppni þó við Portúgalina. Kýpur Þarna kemur heitasta skoðunin mín, ég held að Kýpverjinn komist ekki áfram. Honum er spáð auðveldlega áfram en ég sé það ekki. Lagið er ekkert spes og atriðið frekar ómerkilegt. Hann nær ekki alveg nótunum sínum og ég var ekki að ná þessu. Hann er samt myndarlegur og það hefur skilað mönnum ótrúlegar leiðir í Eurovision, en ég held að hann fái skell kvöldsins og komist ekki áfram. Niðurstaða Þetta er ótrúlega flott keppni og allir ættu að prófa að fara á Eurovision einu sinni á ævinni, þó það sé ekki nema bara á þetta rennsli. Færð alveg sömu tilfinninguna og á hinum kvöldunum, mínus spennufallið í lok kvölds. Hér kemur fagleg og formleg spá fréttamanns: Þeir sem komast áfram: Ísland Pólland Eistland Úkraína Svíþjóð Noregur Belgía San Marínó Albanía Holland Þeir sem komast ekki áfram: Slóvenía Portúgal Aserbaíjan Króatía Kýpur
Eurovision Íslendingar erlendis Sviss Eurovision 2025 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira