Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 20:58 Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi var að fylgjast með farþegum á ferjunni til og frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Svíþjóð leiddi alþjóðlega lögregluaðgerð þar sem 57 voru handteknir í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Austurlandi kom að aðgerðinni. Handtökurnar voru í tengslum við þjófnað, smygl og annars konar glæpastarfsemi en engar þeirra fóru fram hér á landi. Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi fólst í því að fylgjast með ferjusiglingum til og frá Seyðisfirði. Ríkisútvarpið greinir frá. Flestir hinna handteknu voru teknir fastir í Svíþjóð og þar á eftir í Danmörku. Auk lögreglunnar á Austurlandi tóku lögregluembætti í Eystrasaltsríkjunum og Noregi einnig þátt í aðgerðunum. Lagt var hald á mikið þýfi, meðal annars bíla, báta, hjól og úr. Fram kemur að lögregla hafi kannað um tuttugu þúsund einstaklinga og fimmtán þúsund ökutæki í tíu löndum á meðan aðgerðunum stóð sem var í nokkra daga. Mest var fylgst með ferjum en einnig öðrum landamærastöðvum við brýr, vegi og flugvelli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Íslandi tók þátt í slíkri aðgerð. Samstarfið sé hluti af verkefni sem Europol leiði til að hafa uppi á alþjóðlegum glæpahópum. „Þetta er sameiginlegt vandamál alls staðar í Evrópu, þessir skipulögðu hópar. Þetta hefur gefið mjög góðan árangur að sameina krafta okkar. Við erum með mismunandi gagnagrunna, sem við getum þá leitað í þegar við sameinumst og þá aukast líkurnar á því að við náum að hafa uppi á þessum hópum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Ríkisútvarpið. Hann segir engan hafa verið handteknir hér á landi og ekkert þýfi haldlagt hér heldur. Það hafi þó áður gerst í sambærilegum aðgerðum. Einhverjir hinna handteknu séu góðkunnir lögreglunni á Íslandi. Lögreglumál Smygl Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Handtökurnar voru í tengslum við þjófnað, smygl og annars konar glæpastarfsemi en engar þeirra fóru fram hér á landi. Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi fólst í því að fylgjast með ferjusiglingum til og frá Seyðisfirði. Ríkisútvarpið greinir frá. Flestir hinna handteknu voru teknir fastir í Svíþjóð og þar á eftir í Danmörku. Auk lögreglunnar á Austurlandi tóku lögregluembætti í Eystrasaltsríkjunum og Noregi einnig þátt í aðgerðunum. Lagt var hald á mikið þýfi, meðal annars bíla, báta, hjól og úr. Fram kemur að lögregla hafi kannað um tuttugu þúsund einstaklinga og fimmtán þúsund ökutæki í tíu löndum á meðan aðgerðunum stóð sem var í nokkra daga. Mest var fylgst með ferjum en einnig öðrum landamærastöðvum við brýr, vegi og flugvelli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Íslandi tók þátt í slíkri aðgerð. Samstarfið sé hluti af verkefni sem Europol leiði til að hafa uppi á alþjóðlegum glæpahópum. „Þetta er sameiginlegt vandamál alls staðar í Evrópu, þessir skipulögðu hópar. Þetta hefur gefið mjög góðan árangur að sameina krafta okkar. Við erum með mismunandi gagnagrunna, sem við getum þá leitað í þegar við sameinumst og þá aukast líkurnar á því að við náum að hafa uppi á þessum hópum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Ríkisútvarpið. Hann segir engan hafa verið handteknir hér á landi og ekkert þýfi haldlagt hér heldur. Það hafi þó áður gerst í sambærilegum aðgerðum. Einhverjir hinna handteknu séu góðkunnir lögreglunni á Íslandi.
Lögreglumál Smygl Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira