Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 15:44 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir málið bera þess merki að stjórnarliðar séu litlir í sér. Vísir/Vilhelm Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56