Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 19:46 Sigurlið MS, sem er að fara að keppa til verðlauna í Aþenu í Grikklandi með hundaleikfangið sitt eru hér með rektor skólans. Þetta eru þau frá vinstri, Ketill Ágústsson, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Helga Sigríður, rektor, Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Aron Valur Gunnlaugsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins
Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira